Kæri viðskiptavinur! Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um ensím hreinsiefnin og kosti þess að nota þau í stað þeirra efna sem venjulega eru notuð.

United Laboratories eru framleiðendur ensím hreinsiefnanna Zyme-line.

Bio-Productions Ltd. framleiðir línuna ‘Naturally, that´s the way to do it!’

„Zyme-line“ eru vörur sem samsettar eru í þeim tilgangi að blanda saman virkni lífrænna ensíma og sérstakra virkra yfirborðsefna til þess að hreinsa og brjóta niður fitu af flestum þeim efnum sem maðurinn þekkir. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða plast, gúmmí, málm, steypu o.s.frv. Ensím eru nátturleg prótein sem framleidd eru af lifandi örverum (bakteríum) til þess að virka sem aflgjafi sem flýtir ferli niðurbrots sjálfrar náttúrunnar. Þarna er því á ferðinni algjörlega náttúruleg efni sem framleidd eru af öllum tegundum lífvera sem þekkjast í lífríki náttúrunnar. Þetta þýðir að ensím efnin má nota næstum hvar sem er, í niðurföll, matvælaiðnað, hverskyns iðnaðarfyrirtæki, verksmiðjur og vatnshreinsistöðvar o.fl.

Öll efnin sem United Laboratories framleiðir eru á margan hátt einstök eins og fram kemur hér á eftir:

1) – Þau eru vistvæn (Earth Smart ™). Þetta gæðamerki UNITED gefur til kynna að varan sé algjörlega hættulaus umhverfinu og fullnægi hörðustu kröfum fyrirtækisins.

2) – Þau virka á náttúrlegan hátt! Efnin virkja og örva það ferli niðurbrots sem alls staðar er að finna í náttúrunni sjálfri.

3) – Efnin eru með næstum því hlutlaust pH-gildi (7-8). Þau eru laus við allar hættulegar sýrur. Þess vegna eyðileggja þau ekki t.d. pípulagnir, þéttingar, tækjabúnað, létt málma svo sem ál ofl. með tæringu eða bruna.

4) – Vörurnar innihalda engin eiturefni og eru því algjörlega hættulaus í notkun.

5) – Í notkun þessara efna felst einnig heilmikil hagræðing og sparnaður vegna þess að þau má nota svo víða. Hægt er að nota sama efnið til gólf- og tækjahreinsunar ásamt því að hreinsa með því niðurföll og margt fleira. Síðast en ekki síst eru efnin mjög drjúg í notkun. Ástæða þess er sú að hægt er að þynna sum efnin frá 1:10 í allt að 1:250.

Á Íslandi virðist vera notað töluvert af sápuefnum sem innihalda bæði nitursambönd og klór tæringarefni. Þó þessi efni hreinsi vel skapa þau um leið ýmis vandamál eins og:

  1. A) – Þau eru hættuleg bæði umhverfinu og þeim sem með þau vinna. Þessi efni geta haft mjög slæm áhrif ef þau komast í snertingu við húð og augu fólks. Möguleiki er ef fleiri en eitt efni er notað að þá geti myndast ákveðin efnabreyting vegna víxláhrifa mismunandi sýruefna (eitraðar gufur).
  2. B) – Á meðan ensím efnin brjóta á virkan hátt niður og melta fitu geta sýruefni og nitursambönd gert fituvandamálin enn verri. Í fyrstu skola þessi sýruefni fitunni burt en seinna harðnar fitan og safnast fyrir innan á leiðslunum og safnþróm sem eykur til muna hættuna á stíflum.
  3. C) – Að síðustu er mikil hætta á því að sýruefnin drepi allar náttúrulegar bakteríur. Bakteríurnar eru nauðsynlegar vegna þess að það eru þær sem náttúran notar til þess að melta og eyða fitu og öðrum lífrænum efnum í úrgangi. Þegar sterk efni steindrepa allar örverur um leið og þau hreinsa er búið að eyðileggja allt eðlilegt niðurbrot úrgangsefna. Til lengri tíma litið er það engin lausn heldur er einungis verið að velta vandanum á undan sér.

Við trúum því að vörur okkar tali fyrir sig sjálfar þegar þær eru notaðar skynsamlega og á réttan hátt. Þær eru í fremstu röð og eru algjörlega hættulausar umhverfinu og fólkinu sem vinnur með þær.

Dags: 03, desember 2004 .

Greinagerð:  Bernhard Svendsen                                   Allar nánari upplýsingar                                       ensim@ensim.is