VERUM VISTVÆN 

Sjá myndir og efnislýsingu:   ENSÍM NIÐURBROTSEFNI.

VISTVÆN NIÐURBROTS- OG HREINSIEFNI FYRIR SUMARBÚSTAÐI OG SVEITABÆI

ENSÍM þrennan er algjörlega umhverfisvæn og hættulaus. Nú á tímum vaxandi vitundar um umhverfismál eru ENSÍM efnin því besti kosturinn til að hreinsa og viðhalda frárennslislögnum og rotþróm við sumarbústaði og sveitabæi. Efnin hreinsa einnig fitugildrur í eldhúsum hótela, kjötvinnslustaða, fiskvinnsluhúsa, og alls staðar þar sem fita og prótein fer í niðurföll. Þessi efni eru tilvalin fyrir húsverði og pípulagningamenn. Greinin hér á eftir útskýrir hvers vegna. Frárennsli flestra sumarbústaða hérlendis tengjast ekki þeim veitukerfum sem dæla skólpinu á haf út. Margir sumarbústaðir eru þess vegna með sín eigin fráveitukerfi sem skila skólpinu út í nánasta umhverfi bústaðarins. Einnig eru margir þeirra með rotþrær sem taka á móti frárennslinu og skila því síðan áfram til náttúrunnar til frekara niðurbrots úrgangsefnanna. Í þessum stutta pistli verður rætt um vandamál sem flestir sumarbústaðaeigendur kannast við og lausnir á þeim.

VANDAMÁL

Helstu vandamál sem fylgja slíkri losun úrgangsefna, sem drepið er á í inngangsorðum, eru fólgin í þeim sóðaskap sem oft myndast í kringum slíkar fráveitur. Rotþróm geta líka fylgt vandamál í formi uppsöfnunar fituefna. Þessi fituefni hlaðast upp í frárennsliskerfinu og geta valdið stíflum. Við þetta myndast einnig mikill óþefur auk þess sem af þessu stafar ákveðin mengunarhætta. Oft fylgir frárennslisúrgangnum mikið af sótthreinsandi efnum og sterkum sýrum úr alls kyns hreinsi-, lykteyðandi-, og storknunarefnum. Öll þessi efni valda því að eðlilegt niðurbrotsferli náttúrunnar sjálfrar stöðvast og úrgangsfita safnast upp.

BESTA LAUSNIN Í DAG

Besta lausnin í dag er fólgin í reglubundinni notkun svokallaðra ENSÍM efna. Ensím er náttúrulegt efni –prótein – sem allar lífverur framleiða til að hraða niðurbroti úrgangsefna. Ensím örvar örverur til að melta lífrænan úrgang. Ensím brjóta niður fitusameindir og skila þeim síðan aftur í lífkeðjuna sem einföldum lífrænum efnum, á meðan sterk kemísk hreinsiefni bræða fituna tímabundið en eyða henni ekki. Í stuttu máli sagt flýta ensím fyrir niðurbroti sjálfrar náttúrunnar á meðan sterku efnin eyðileggja þetta ferli og skapa því fleiri vandamál en þau leysa.

VISTVÆN OG HÆTTULAUS EFNI

ENSÍM efnin eru algjörlega hættulaus og hafa svipað pH-gildi og vatn. Þau innihalda hvorki lút né sýru. Ensím eyða betur ólykt en nokkur önnur efni vegna þess að þau brjóta niður það sem ólyktinni veldur í stað þess að innihalda ilmefni sem virka aðeins tímabundið.   ENSÍM efnin brjóta niður allar fæðutegundir, s.s. sterkju, kolvetni, prótein og flestar tegundir af feiti og smurolíum. Þegar ensím eru notuð á reglubundinn hátt koma þau að miklu leyti í veg fyrir að stíflur myndist, en þær geta valdið skaða á frárennsliskerfinu og umhverfinu. Nú á tímum vaxandi vitundar um umhverfismál eru ENSÍM efnin því besti kosturinn til að hreinsa og viðhalda frárennsliskerfum og rotþróm við sumarbústaði.  Náttúran sjálf hefur reynst besti kennarinn í því hvernig á að losna við úrgang og skólp. Í náttúrunni eru aðeins 0.0000001% bakteríur (örverur) sem eru hættulegar og valda sjúkdómum en allar hinar hjálpa til við að eyða og breyta úrgangsefnum í vatn og koldíoxíð og eru því nauðsynlegar.

Lærum af náttúrunni og flýtum fyrir niðurbroti úrgangs með því að nota ensím og örverur.

LEIÐ SEM MÓÐIR JÖRÐ NOTAR SJÁLF! 

ENSÍM ehf.  kynnir ný vistvæn hreinsiefni á markaðinum:

ENSÍM NIÐURBROTSEFNI

Dags: 03, desember 2004

Greinagerð:  Bernhard Svendsen                                                 Allar nánari upplýsingar                  ensim@ensim.is