Ensím fitubrjótur er náttúrulegt efni til viðhalds á niðurföllum og frábær fituhreinsir. Sérstök ENSÍM ásamt yfirborðsvirkum efnum vinna á óhreinindunum.

Ensím fitubrjótur er vistvænn og inniheldur engin skaðleg efni eða rokgjörn efnasambönd. Hann inniheldur engar sýrur eða önnur ætiefni, fosfat, vínanda eða olíuefni.

Ensím fitubrjótur veldur ekki skemmdum á rörum og hitastig hefur ekki áhrif á geymsluþol.

Ensím fitubrjótur er mjög fjölhæfur í notkun. Ef notaður í niðurföll hrindir hann af stað náttúrulegri aðgerð örvera sem vinna með ensímunum við að brjóta niður harðnaða fitu og ólykt. Bókstaflega ‘gjöreyðir’ allri fitu, olíu og feiti. Hindrar myndun eða uppsöfnun fitu í niðurföllum og er því frábær viðhaldsvara.

Ensím fitubrjót er einnig hægt að nota sem almennt hreinsiefni. Hann klýfur mjög óhrein svæði á gólfum, veggjum, og ýmsum tækjum og tólum. Hægt er að nota efnið á flest öll yfirborð hluta s.s. bónuð gólf, málaða veggi, ryðfrítt stál og teppi. ATH! Munið að prófa efnið á lítt sýnilegum stað fyrir notkun. Það gæti þurft að þynna blönduna.

Ensím fitubrjótinn er hægt að blanda vel með heitu eða köldu vatni. Einnig er hægt að blanda við þvottavatn (fyrir moppur), og í úðara. Þannig vinnur efnið fitubrjótur fyrir niðurföll og sem almennt hreinsiefni.

Ensím fitubrjótur eykur einnig örveruflóruna í niðurföllum.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Ensím fitubrjótur er blanda af ensímum og vætiefnum. Efnið er ekki talið hættulegt. Engar sýrur, lútur, fosföt, vínandi né olíuefni. Efnið er ekki eldfimt.

Ensím fitubrjótur er ljósgrænn vökvi með kanelilm.

pH-gildi er hlutlaust (7,5 pH).

Ensím fitubrjótur er áreiðanlegur í minnst 12 mánuði ef efnið er geymt í upphaflegum umbúðum, innsiglað, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi. Hitastig hefur ekki áhrif á geymsluþol.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

Ensím með örverum fyrir rotþrær er ekki hvarfgjarn vökvi og inniheldur örverur og ensím sem draga á áhrifaríkan hátt úr úrgangi er skolast niður í niðurfallskerfi eldhúsa og fleiri stöðum.

Ensím með örverum fyrir rotþrær er hentugt til notkunar í allar gerðir af niðurföllum, vöskum og frárennslirörum og viðheldur einnig rotþróm, fitugildrum og niðurfallskerfum í heild sinni.

Ensím með örverum fyrir rotþrær er öruggur í geymslu eða þangað til efnið er gert virkt með því að vatni er blandað saman við.

Virkni Ensím með örverum fyrir rotþrær skiptist í tvö stig. Þegar efnið er gert virkt með vatni brjóta ensímin úrganginn niður í smærri agnir sem verða þá aðgengilegri fyrir örverurnar.

Þetta fyrsta stig niðurbrotsstarfseminnar bætir samstundis flæði niðurfallanna og dregur úr ólykt. Það gerir einnig örverunum í Ensím með örverur fyrir rotþrær kleift að halda niðurbrotsstarfseminni áfram með því að brjóta enn frekar niður smærri agnir úrgangsins (svo sem fitu, pappír og grænmetisræmur) í vökva eða loftkennt form.

Ef litlu magni (50 ml) af Ensím með örverum fyrir rotþrær er hellt beint í vaskinn og látið standa yfir nótt getur það losað stíflur úr frárennslisrörum á áhrifaríkan hátt.

Ef Ensím með örverum fyrir rotþrær er notað reglulega, sem fyrirbyggjandi og viðhalds vara, kemur það í veg fyrir að úrgangur storkni í pípulögnum, skólphreinsistöðvum, fitugildrum eða skiljum og valdi stíflu.

Best er að dæla Ensím með örverum fyrir rotþrær á reglulegum grundvelli í gegnum sjálfvirka dælu með tímaklukku beint í niðurfallið þar sem fitan eða feitin fara niður. Árangurinn eykst til muna með því að meðhöndla allt fast efni á þennan hátt þegar það fer í niðurfallskerfið.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Ensím með örverum fyrir rotþrær kallar fram eftirfarandi ensím starfsemi:

Lipase             brýtur niður feiti, olíur og smurolíur

Protease         brýtur niður prótínbyggð efni þar með talið matarafganga

Amylase          brýtur niður sterkju og kolvetni

Cellulase         brýtur niður cellulose efni s.s pappír o.fl.

Ensím með örverum fyrir rotþrær inniheldur margs konar skaðlausar örverur, eða um 50,000,000 eininga á hvern millilítra.

Ensím með örverum fyrir rotþrær er gulbrúnn vökvi með örlítinn ger ilm.

pH-gildi er milli 6.5-7.5

Ensím með örverum fyrir rotþrær er áreiðanlegur í minnst 12 mánuði ef efnið er geymt í upphaflegum umbúðum, innsiglað, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi.

Ensím með örverum fyrir rotþrær er skaðlaust efni og ertir ekki.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

Melta fyrir haughús!

Í landbúnaði fellur til mjög mikið af mykju. Til að koma henni á völl er oftast nauðsynlegt að þynna hana með vatni allt niður í 8-9% þurrefni. Við það eykst magnið mjög mikið.
Margir bændur hafa lent í vandræðum með að fá eðlilegt rennsli í fleytiflórum. Mykjan vill mynda skán sem ekki flýtur fram. Í haughúsum vill mykjan aðskiljast í þurrefni og vöka. Til að spara sér mikla fyrirhöfn og vinnu er hægt að setja í haughúsin og flórana efni sem innihalda ensím með örverum, en örverurnar kom af stað kröftugri gerjun auk þess sem þær eyða ólykt,  Þessi efni nota líffræðilega sömu aðferð og náttúran sjálf við að brjóta niður og melta úrgang.
Í stuttu máli sagt flýta ensímin og örverurnar fyrir niðurbroti sjálfrar náttúrunnar.
Mykjan verður þjálli og auðveldari í meðhöndlun auk þess sem hún nýtist betur sem áburður á landið þar sem rotnunin er lengra komin en ella.

Söluaðilar Ensím Meltunnar hafa náð samningi um sölu og dreyfingu á niðurbrotsefni fyrir rotþrær og haughús. Þetta efni, Melta er mjög virkt og þess vegna þarf minna magn af því á hvern rúmmetra í haughúsi. Til að ná sem bestri virkni, er efnið þynnt út í volgu vatni og síðan dreyft sem víðast í haughúsið.  2,5 kg. ætti að blandast í að 200 lt. volgu vatni.

Kostir meltunar:
Melta er ákjósanlegur kostur því að það hraðar niðurbroti mykjunnar.
Melta vinnur með náttúrunni – ekki gegn henni. Betri áburður þegar borið er á túnin.
Melta inniheldur engar sýrur eða mengandi leysiefni og hefur svipað pH gildi og vatn.
Melta minnkar ólykt í gripahúsum.
Melta minnkar einnig myndum ammóníaks. (vitað er að ammóníak eykur tæringu járns.)
Melta minnkar óæskilegar lofttegundir, vegna betra niðurbrots í mykjunni, því hefur það mjög góð áhrif á húsdýrin og að sjálfsögðu okkur.

Míkróhreinsir er ekki hvarfgjarn vökvi og inniheldur örverur sem framleiða ensím er sameinast til að brjóta niður alls konar lífrænan úrgang og óhreinindi sem hafa náð að festast í teppum, bólstruðum efnum og gólfefnum (sérstaklega í kringum þvagskálar).

Míkróhreinsir er einnig áhrifaríkur í að fyrirbyggja ólykt úr frárennslisrörum vaska, baða, sturtna og úr eldhúskvörnum.

Míkróhreinsir er hentugur til notkunar á alls konar yfirborð og efni og fjarlægir á áhrifaríkan hátt bletti og ólykt með því að brjóta algerlega niður lífrænan úrgang.
Vinnur einnig mjög vel á myglusveppi og mosa t.d. á sólpöllum.

Míkróhreinsir verður að vera þynntur fyrir notkun og bera skal á óhreina svæðið og efnið látið standa á. Ef möguleiki er á að svæðið þorni innan klukkutíma ætti að breiða rakan klút yfir, svo svæðið haldist rakt fyrir líffræðilega starfsemi örveranna.

Míkróhreinsir er öruggur í geymslu eða þangað til hann er gerður virkur með köldu eða volgu vatni. Þegar hann er gerður virkur framleiða örverurnar ensím sem brjóta fljótt niður úrganginn. Þessar úrgangsagnir eru þá aðgengilegri fyrir örverurnar. Þetta líffræðilega niðurbrot eyðir ólykt og dregur smátt og smátt úr blettunum.

Hinar mismunandi örverur halda niðurbrotsstarfseminni áfram þangað til svæðið þornar eða þar til óhreinindin hafa verið algjörlega upprætt.

Enginn árangur fæst með því að geyma virkan Míkróhreinsi. Notið allt það efni sem er þegar virkt.

Ef litlu magni (50 ml) af Míkróhreinsi er hellt beint í frárennslið og látið standa yfir nótt, ef mögulegt er, hjálpar það til að viðhalda frárennslisrörum og vatnslásum, þvagskálum, sturtum og böðum. Notið reglulega sem fyrirbyggjandi og viðhalds vöru. Míkróhreinsir mun koma í veg fyrir að fita og annars konar úrgangur storkni í pípulögnum og valdi stíflum eða ólykt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Þrátt fyrir að Míkróhreinsir innihaldi engin ensím kallar hann fram eftirfarandi ensím starfsemi:

 Lipase            brýtur niður feiti, olíur og smurolíur

Protease       brýtur niður prótínbyggð efni þar með talið matarafganga

Amylase        brýtur niður sterkju og kolvetni

Cellulase       brýtur niður cellulose efni s.s pappír o.fl.

Míkróhreinsir inniheldur margs konar skaðlausar örverur.

Vökvinn er hvítur á lit og hefur þægilegan ilm.

Ph-gildi er milli 6.5-7.5

Míkróhreinsir er áreiðanlegur í minnst 12 mánuði ef hann er geymdur í upphaflegum umbúðum, innsigluðum, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi.

Míkróhreinsir er skaðlaus og ertir ekki.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

Royal Flush Toilet Sachets frá Bio-Productions Ltd.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Royal Flush salernispokarnir innihalda kornótt duft. Það eyðir lífrænum óhreinindum á skjótan máta sem hafa safnast upp í ferðasalernum. Efnið heldur áfram að virka í rotþróm eftir að sturtað hefur verið niður. Regluleg notkun á salernispokunum kemur í veg fyrir að ferðasalerni og rotþrær stíflist og þar af leiðandi kemur það einnig í veg fyrir að ólykt myndist.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Hver poki leysist upp í vatni (30 g) og inniheldur fjölda örvera sem eru bæði kjörfrjálsar og loftháðar. Heildarfjöldi örvera er ekki minni en 5 x 108 cfu/ml.

Royal Flush salernispokarnir eru sérstaklega hannaðir með það fyrir augum að endurlífga og viðhalda líffræðilegu ferli í rotþróm með því að endurlífga líffræðilegt jafnvægi og hjálpar við niðurbrot á lífrænum óhreinindum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi harðni og verður til þess að ekki þurfi að endurgera tankinn.

NOTKUN

Kornótt duftið kemur í pokum sem leysast upp í vatni. Pokarnir eru einfaldlega settir í salernisskálina og sturtað niður.

Í fyrsta skipti skal nota 8-10 poka. Síðan skal nota 2 poka vikulega til viðhalds. (Einnig er hægt að nota í ferðasalerni. Byrjið á því að nota sama fjölda í hverja skál og notið síðan 1-2 til viðhalds.)

Athugið að sótthreinsiefni, bleikiefni og ætiefni eyðileggja örveruflóruna í pokunum og rotþróarkerfinu.

Royal Flush salernispokar eru fáanlegir í fötum sem innihalda 50, 100 eða 267 poka. Vinsamlegast skoðið merkingar.

Fyrir teppi.

Stapro Afrafmagnarinn fyrir teppi er vatnsleysanlegur og hannaður með það fyrir augum að draga úr myndun rafmagns sem verður til við núning. Efnið eykur einnig hæfileika teppaþráða til að leiða rafstraum þá einkum blandaða- og gerviþráða. Afrafmögnunin endist í um 6 mánuði eftir að teppi hefur verið meðhöndlað en þetta getur verið breytilegt vegna eftirfarandi þátta: Umferð á viðkomandi svæði, hvers konar loftræstikerfi er notað, áhrifin sem tvöfalt gler hefur og áhrif andrúmsloftsins.

Endurtakið aðferð ef þörf krefur.

NOTKUN
Byrjið á því að ryksuga teppið vel eða hreinsa með því að nota teppahreinsiefnin frá Ensím ehf. Blandið 1:9 með vatni. Úðið blöndunni léttilega yfir teppið þar til rakt. Notið góðan úðabrúsa til verksins. Leyfið teppinu að þorna áður en gengið er á. 5 lítra blanda dugar á u.þ.b. 85-125 m2.

VARÚÐ
Forðist snertingu við húð eða augu.
Ef efni kemst í snertinu við augu skal tafarlaust hreinsa með vatni og leita læknis.
Geymist þar sem börn ná ekki til.

Ensím frostþurrkaðar örverur er náttúrulegt efni til viðhalds á niðurföllum og rotþróm.

Ensím frostþurrkaðar örverur er vistvænt efni, eykur niðurbrot lífræns úrgangs og inniheldur engin skaðleg efni eða rokgjörn efnasambönd. Inniheldur þess heldur sérstök ENSÍM og frostþurrkaðar örverur. Efnið er ekki hættulegt, en gæti ert húð og augu.

Ensím frostþurrkaðar örverur veldur ekki skemmdum á rörum og minnkar lífefnafræðilega súrefnisþörf rotþróa.

Ensím frostþurrkaðar örverur hreinsar niðurföll og eyðir á mjög áhrifaríkan hátt allri ólykt. Efnið dregur einnig almennt úr seyrumyndun (stíflum og botnfalli). Ef efnið er notað í niðurföll eða rotþrær, hrindir það af stað náttúrulegri aðgerð örvera sem vinna með ensímunum við að brjóta niður harðnaða fitu og ólykt. ATH! Notkun eitraðra hreinsiefni s.s. sýra, bleikiefna, ætiefna, sótthreinsandi efna o.s.frv. hafa skaðleg áhrif á líffræðilega virkni og ætti ekki að notast með Ensím frostþurrkuðum örverum (BIO-MIX).

Ensím frostþurrkaðar örverur breytir fitu og feiti í vökva eða loftkennt form og stuðlar að góðu rennsli í niðurföllum og rotþróm. Viðheldur gildrum og pípulögnum með einstæðri líffræðilegri, ensím- og örveruríkri hreinsiaðferð. Gott er að nota Ensím frostþurrkaðar örverur með Ensím Niðurfallshreinsinum.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Ensím frostþurrkaðar örverur er blanda af ensímum og örverum. Efnið er ekki talið hættulegt en gæti ert. Efnið er ekki eldfimt.

Ensím frostþurrkaðar örverur er í duft formi, ljósbrúnt á lit, og lyktarlaust.

Blandast mjög vel með vatni.

Ensím frostþurrkaðar örverur er áreiðanlegt í minnst 12 mánuði ef efnið er geymt í upphaflegum umbúðum, innsiglað, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi. Geymist best í hitastigi yfir 5°C eða undir 30°C.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

Niðurfallshreinsir er ekki hvarfgjarn vökvi og inniheldur valdar örverur og ensím. Hann minnkar á áhrifaríkan hátt þann úrgang sem venjulega skolast út í niðurföllin.

Niðurfallshreinsir virkar vel á frárennslikerfi vaska, baða, sturtna og í eldhúskvarnir og annars konar matvælaútbúnað.

Niðurfallshreinsir er hentugur til notkunar í allar gerðir af niðurföllum, vöskum og frárennslikerfi, jafnframt sem það aðstoðar við að viðhalda fitu-gildrum og skiljum.

Niðurfallshreinsir er öruggur í geymslu eða þangað til vatni er bætt við og hann gerður virkur.

Virkni Niðurfallshreinsisins skiptist í tvö stig. Þegar hann er gerður virkur með vatni brjóta ensímin úrganginn niður í smærri agnir og uppleysanlegar einingar. Smærri hlutar úrgangsins eru þá aðgengilegri fyrir örverurnar. Niðurbrot ensímanna bætir samstundis flæði í niðurföllum og dregur úr ólykt. Það gerir einnig örverunum í Niðurfallshreinsinum kleift að halda niðurbrotsstarfseminni áfram með því að brjóta enn frekar niður smærri agnir úrgangsins (svo sem fitu, pappír og grænmetisræmur) í vökva eða loftkennt form.

Ef litlu magni (50 ml) af Niðurfallshreinsinum er hellt beint í vaskinn og látið standa í um 20-30 mínútur (helst yfir nótt) ætti að losna um stíflur í frárennslisrörum. Einstaka sinnum þarf að endurtaka aðgerðina ef stíflan er mjög mikil eða hefur fengið að byggjast upp yfir langan tíma. Notið reglulega sem fyrirbyggjandi og viðhalds vöru. Niðurfallshreinsir kemur í veg fyrir að fita og annars konar úrgangur nái að storkna í pípulögnum og valda stíflum eða ólykt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Niðurfallshreinsir inniheldur eftirfarandi ensím:

Lipase              brýtur niður feiti, olíur og smurolíur

Protease          brýtur niður prótínbyggð efni þar með talið matarafganga

Amylase           brýtur niður sterkju og kolvetni

Cellulase          brýtur niður cellulose efni s.s pappír o.fl.

Niðurfallshreinsir inniheldur margs konar skaðlausar örverur.

Niðurfallshreinsir er grænn vökvi og hefur þægilegan sítrus ilm.

pH-gildi er milli 6.5-7.5

Niðurfallshreinsir er áreiðanlegur í minnst 12 mánuði ef hann er geymdur í upphaflegum umbúðum, innsigluðum, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi.

Niðurfallshreinsir er skaðlaus og ertir ekki.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

Ilmhreinsikubbar fyrir þvagskálar gefa góðan ilm. Þeir leysast upp í vatni og hafa líffræðileg ensím hreinsunaráhrif, er fjarlægir fitu og fast efni sem hleðst upp í þvagskálum og pípulögnum og veldur ólykt, hægu frárennsli og stíflum.

Ilmhreinsikubbar fyrir þvagskálar innihalda ekki pDCB klórsambönd eða önnur skaðleg efni svo efnið er hentugt í opinberum byggingum eða á þeim svæðum þar sem börn gætu hugsanlega tekið kubbana í misgripum fyrir sætindi.

Ilmhreinsikubbar fyrir þvagskálar leysast upp í vatni. Kubbarnir leysast hraðar upp í þvagskálum sem eru í stöðugri notkun og gufa ekki út í andrúmsloftið eins og hefðbundnir salernishreinsar. Í hvert skipti sem þvagskálin er notuð sturtast líffræðileg upplausn niður í pípulögnina og fjarlægir allt það sem hleðst upp og veldur ólykt.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Ilmhreinsikubbar fyrir þvagskálar koma í;              22g kubbum hver um sig,

með sterkan sítrus ilm,

og er pH-gildi er um 7.5

Af hverju að nota Ilmhreinsikubba fyrir þvagskálar?

 Inniheldur ekk pDCB klórsambönd eða önnur skaðleg efni

Endist lengur, leysist upp en gufar ekki út í andrúmsloftið.

Inniheldur lífræn hreinsiefni og valin ensím sem fjarlægja það sem veldur ólykt á salernum.

Hreinsar og viðheldur pípulögnum og kemur í veg fyrir að það flæði yfir vegna stíflu.

Inniheldur sérstakan ilm

Inniheldur háþróaða líffræðilega tækni fyrir endingargóða hreinsun.

Ilmhreinsikubbar fyrir þvagskálar eru fáanlegar í 1.1 kg fötum sem innihalda 50 kubba.

Ensím lykteyðandihreinsir ræðst á óæskilega lykt hvort sem hún er tengd fólki, dýrum eða rusli.

Ensím lykteyðandihreinsir er vistvænn og inniheldur engin skaðleg efni. Hann inniheldur kröftug ensím sem eyða óæskilegri lykt og ræðst á undirrót vandans.

Ensím lyksteyðandihreinsir er hagkvæmur í notkun og er seldur í þykknisformi sem hægt er að þynna með vatni án þess að hann tapi upplausnargetu sinni.

Ensím lykteyðandihreinsir er mjög fjölhæfur í notkun. Hægt er að úða efninu út í loftið til að eyða ólykt, nota í þvottavatn (fyrir moppur), fyrir slöngur o.s.frv. Efnið er því bæði hægt að nota til að eyða ólykt og sem hreinsiefni. Hreinsuðu svæðin ilma hrein og fersk af kanillykt eftir notkun efnisins.

Ensím lykteyðandihreinsinn er hægt að nota á eftirfarandi stöðum:

 • Salernum, búnings- og sturtuklefum
 •   Reykingarsvæðum og afþreyingarherbergjum
 • Dýraspítölum og hundabyrgi
 • Ruslasvæðum, rennum, og sorpbílum
 • Spítölum, hótelum og heimavist
 • Fangaklefum og sérsveitarbílum
 • Göngum og lyftum
 • Niðurföllum og fitulásum
 • Dagheimilum og hjúkrunarheimilum
 • Strætisvögnum og öðrum farartækjum
 • Ferðasalernum og geymum

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Ensím lykteyðandihreinsir er blanda af ensímum og vætiefnum. Efnið er ekki talið hættulegt.
Ensím lykteyðandihreinsir er grænn vökvi með kanelilm.

pH-gildi er milli 6-8.

Ensím lykteyðandihreinsir er áreiðanlegur í minnst 12 mánuði ef efnið er geymt í upphaflegum umbúðum, innsiglað, á köldum og þurrum stað og fjarri sólarljósi.

Sjá umbúðir fyrir frekari upplýsingar og leiðbeiningar.

LEIÐBEININGAR
Fjarlægið allar matarleifar áður en leirtau er sett í uppþvottavél. Leyfið matnum ekki að þorna og harðna. Setjið leirtau í vélina á þann hátt sem framleiðendur mæla með. Hafið hæfilegt bil á milli hluta til að koma í veg fyrir að leirtau skemmist og svo að það nái að hreinsast vel. Rífið plastfilmu af töflunni áður en hún er sett í vélina. Notið aðeins eina töflu fyrir hvern þvott. Stillið vélina og kveikið á.

MIKILVÆGT
Suma hluti má ekki setja í uppþvottavélar. Meðal annars blýgler, kristal, skreitt gler, antík- eða handgert postulín, suma glerjaða diska, hlutir sem hafa bein- eða tréhandföng og suma plasthluti eða hluti sem þola ekki 70°C. Ef vafi leikur á skal prófaeinn hlut.

VIÐVÖRUN
Ertir húð og augu.

Geymist þar sem börn ná ekki til.
Ef efni fer í augu skal tafarlaust hreinsa með miklu vatni og leita læknis.
Ef efni er tekið inn skal ekki framkalla uppköst heldur leita læknis og sýna umbúðir eða umbúðamerkingar.