Hvað eru ensím?
Ensím eru náttúruleg efni (prótein) sem allar lífverur framleiða til að hraða niðurbroti og efnahvörfum í plöntum, örveirum (bakteríum) og öðrum lífverum. Ensím efni eru undirstaða alls niðurbrots í lífkeðjunni og þar með eini möguleikinn á að vistvæn eyðing og niðurbrot úrgangsefna geti átt sér stað.

Hvernig vinna ensím efnin?
Hugmyndin að baki notkunar ensíma til eyðingar á úrgangsefnum, er grunduð á þeim eiginleikum ensíma að brjóta upp flókin efnasambönd í einföld lífræn efni, sem örverur nota síðan til niðurbrots á öðrum flóknari og oft eitraðri efnum sem þannig sameinast lífkeðju umhverfisins á ný.

Hvers vegna að nota ensím hreinsiefnin?

  • Ensím hreinsiefnin eru algerlega skaðlaus þeim sem notar þau og náttúrunni.
  • Ensím hreinsiefni innihalda hvorki ammoníak, lút né sýru og hafa svipað pH-gildi og vatn.
  • Ensím eru algerlega hættulaus efni og eyða betur ólykt en önnur efni vegna þess að þau brjóta niður það sem ólyktinni veldur í stað þess að innihalda ilmefni sem virka aðeins tímabundið.
  • Ensím hreinsiefni eru blanda margra ensím efna sem brjóta niður alla fitu, grænmetis, mjöl og pastaleifar, kjöt og fiskúrgang, pappír og plöntutrefjar, dýrafeiti, smurningu og olíur, hvort sem þær eru lífrænar eða framleiddar úr jarðolíu. Það eru til margar gerðir af ensímum. Hver gerð af ensímum virkar á ákveðið (ákveðin) efni. Fyrirtækin United laboratories og Bio-Produtions Ltd. nota aðallega fjögur mismunandi ensím í sína framleiðslu. Þau eru þessi: AMYLASE:     (am-el-ase) sem brýtur niður sterkju og kolvetni eins og vissar grænmetistegundir og pasta vörur.PROTEASE:   (pro-tee-ase) sem brýtur niður prótein, þar með talið matarafganga.

    CELLULASE(sell-u-lase) sem brýtur niður cellulose efni svo sem pappír og ákveðin grænmetisefni.

    LIPASE:           (ly-pase) sem brýtur niður feiti, olíur og smurolíur.

    Það ferli sem verður þegar niðurbrot efna á sér stað kallast melting (Hydrolysis).   Ensím hraðar samruna efnanna sem leysast upp við vatn með því að kljúfa efnasamböndin niður í vatnsuppleysanlega efnishluta.  Ástæðan fyrir því að þessi sérstöku ensím eru notuð í framleiðslu United Laboratories og Bio Productions fyrirtækjanna  er sú að þau ráðast gegn þeim efnum sem mikið er af í iðnaði og skemma mest í umhverfi okkar.

Hvernig á að nota ensím hreinsiefnin?

Með því að nota ensím hreinsiefni leggur þú þar með þitt af mörkum til hreinni og betri jarðar  án þess að hafa meira fyrir notkun þeirra en annarra hreinsiefna.   Þú notar ensím hreinsiefnin einfaldlega eins og önnur hreinsiefni, en þarft ekki að nota eins mikið og vanalega,  því ensím efnin eru ótrúlega drjúg.   Annars eru notkunarmöguleikar ensíma svo fjölbreytilegir að ógerningur er að lýsa þeim öllum í stuttu máli.

Náttúran sjálf hefur reynst besti kennarinn í því hvernig á að losna við úrgang og skólp og þú getur flýtt fyrir niðurbroti úrgangs með því að nota ensím,  leið sem móðir jörð notar sjálf.

Dags: 03, desember 2004 .

Greinagerð: Bernhard Svendsen                                 Allar nánari upplýsingar                                ensim@ensim.is