(CITRA CLEAN CONCENTRATE)
BÓKSTAFLEGA „FLYSJAR“ AF ÓHREININDIN

Sítrushreinsir er öflugt og náttúrlegt hreinsiefni.
Sítrushreinsir er mjög auðveldur í notkun.  Fyrir erfið verk, notið óblandaðan eða þynnið með dálitlu af köldu eða heitu vatni. Fyrir venjulega hreinsun og viðhald, þynnið með meira vatni.  Kraftur og fjölhæfni þessa alhliða hreinsiefnis er fengið úr berki sítrusávaxta.
Sítrushreinsir er hættulaus. Þar sem hann er líka umhverfisvænn fylgir hann ströngustu umhverfisreglum.
Hentugt til notkunar þar sem þjálfun starfsfólks er takmörkuð.

Sítrushreinsir er einn fjölhæfasti hreinsir sem hægt er að fá.
Notist á alla hreinsanlega fleti, bifreiðar, vélar og vélbúnað, bílaverkstæði og þvottastöðvar, skip og báta.
Skóla, íþrótta- og þjónustumiðstöðvar, stofnanir, eldhús, verslanir, skrifstofur, opinberar byggingar og sjúkrahús.
Einnig þar sem val á öruggari hreinsiefnum er mikilvægt.

Notist til að hreinsa og fjarlægja:
Tjöru, olíu, feiti, blek, toner, lím, kítti, bón, fitu, vax, vaxliti, mótunarleir, varalit, tyggigúmmí, reykskemmdir, nikótín, líkamsfitu, svita, almenn óhreinindi, fingraför, vegggjakrot, óhreinindaslóð, skordýr, dekkjaför, kolefni, og margt fleira.

Notist á:
Sturtuklefa, leirflísar, sundlaugar, snyrtiherbergi, marmara, króm, málaða fleti, verandir. Lífgar upp á litekta teppi og gólfdúka. Einnig fyrir húsgögn og áklæði.  Frábært á grillbari, vélar, dekk, plast, ryðfrítt stál, vinyl, steinsteypu, málmgripi, vinnubekki, almenn vinnusvæði, olíudælur, varahlutahreinsivélar, háþrýstidælur, þilfar, skipsskrokka, gúmmíbáta.
Þægilegt að vinna með efnið í úðabrúsa, með þvegli, bursta eða svampi.
Einnig hægt að nota í gólf- og teppahreinsivélar, háþrýstidælur og í varahlutahreinsivélar.

Er ekki kominn tími til að þú byrjir að ‘FLYSJA’ af óhreinindin?
Með Sítrushreinsinum – á vistvænan hátt.
Eitt efni fyrir nánast allt.  Niðurbrjótanlegt.  Lágfreyðandi.  Hættulaust. 

Dags: 03, desember 2004.

Greinagerð:  Bernhard Svendsen                                                Allar nánari upplýsingar                                  ensim@ensim.is