VISTVÆNT NIÐURBROTSEFNI FYRIR HAUGHÚS. MELTA – KYNNING.

Blanda af náttúrulegum bakteríum (ÖRVERUM) sem eru sérstaklega valdar með tilliti til þeirra eiginleika sinna að brjóta niður úrgang frá dýrum og breyta honum í fljótandi þykkni sem auðvelt er að bera á tún og akra.
Með því að brjóta niður kraftmikinn úrganginn verður næringargildið meira fyrir jarðargróðurinn því hann á auðveldara með að nýta áburðinn.
Grasið vex hraðar, verður lystugra og heyið betra meðal annars vegna þess að á túnin kemur ekki eins mikil ekki mykjuskán.
Þessi afurð inniheldur mikið magn af völdum bacteríum ásamt ensímum. Þetta flýtir niðurbrotsferlinu mikið og minnkar verulega ólyktina af mykjunni.
Meltan er sérstaklega góð í þröngum gripahúsum, sérstaklega þar sem haughúsin eru undir flórnum. Ávinningurinn felst í minna stressi fyrir dýrin, (þar af leiðandi meiri þyngdaraukning) vegna hreinna lofts og mun minna ammoníaks.

Dæmi um notkun:

Þar sem haughús eru misjöfn að gerð og stærð verður að prófa sig áfram með notkun Meltu.
Gott er að setja Meltuna í haughúsið þegar nýbúið er að tæma það og koma þar með vexti örveranna af stað svo þær hafi sem lengstan vinnslutíma fram að næstu tæmingu. Þó má alveg eins nota Meltu í hálffull haughús, bara ef hún fær tíma til að brjóta mykjuna niður áður en borið er á.
Í byrjun þarf að nota meira af Meltunni en svo er virkni hennar haldið við með smærri skömtum.
Hægt er að miða við að nota ca. 2 lítra í 100 rúmmetra í fyrstu og svo helmingi minna t.d. á hálfsmánaðarfresti en þetta fer svolítið eftir gerð haughúsanna.
Best er að blanda Meltunni í vatn, helst volgt, t.d. í 200 lítra tunnur og þá væri byrjunarblandan c.a. 4 lítrar af Meltu í tunnu. Svo er gott að fá sér fötu og hella blöndunni sem víðast í haughúsið.
Hitastig hefur áhrif á niðurbrotsvirkni Meltunnar. Ef kalt er í mykjuhúsinu þarf hún lengri tíma til að vinna.
Ath! Meltuna á ekki að geyma í vatninu því þar fá örverurnar enga næringu og drepast því nema þær komist í næringuna í mykjunni.
Meltuna má ekki geyma við lægri hita en 5°c og ekki hærri en 40°c.

Sjá myndir og efnislýsingu:   ENSÍM NIÐURBROTSEFNI.

Dags: 03, desember 2004.

Greinagerð: Bernhard Svendsen                                           Allar nánari upplýsingar fást á ensim@ensim.is