NEYÐARHREINSIDUFT

frá BIO-PRODUCTIONS LTD.

 LÝSING:

Sanitaire (Sjá vöru) er byltingarkennt niðurbrotsefni og inniheldur engin eiturefni. Það er hentugt til notkunar á slysstöðum þar sem koma við sögu líkamsvökvar eins og æla, þvag og blóð en einnig gott til notkunar á matar- og drykkjarföngsem hellst hafa niður.

Sanitaire getur dregið í sig allt að 400 sinnum meiri óhreinindi miðað við magn og inniheldur kröftugt sótthreinsiefni sem virkar vel gegn loftháðum og óloftháðum örverum. Sanitaire er hvítt duft sem ilmar eilítið af blómailm og er sérstaklega í neyðartilvikum. Sanitaire geymist best við stofuhita í allt að tvö ár.

HENTUGT TIL NOTKUNAR Á EFTIRFARANDI STÖÐUM:

Spítölum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum, hótelum, veitingastöðum, í skólum, leigubílum, langferðabílum, sjúkrabílum, á lækna- og dýralæknaskurðstofum, í skipum og flugvélum.

NOTKUN:

Stráið Sanitaire frjálslega yfir þar sem hellst hefur niður og bíðið í um 90 sekúndur. Sanitaire dregur í sig vökvann og kemur í veg fyrir að ólykt myndist. Það breytist í hlaupkennt efni sem hægt er að sópa upp og sturta í salerni eða setja í viðeigandi ílát. Sanitaire virkar vel á alla yfirborðsfleti,áklæði og jafnvel bólstraða fleti.

SANITAIRE SÝNIKENNSLA:

Takið glerílát (öskubakki er tilvalinn) og fyllið það af köldu te eða kaffi. Stráið Sanitaire yfir vökvann og horfið á efnið draga allan vökvann í sig. Ílátið er hreint eftir að efnið hefur verið fjarlægt.

Sanitaire er fáanlegt í litlum pokum, brúsum og fötum.