Sítrushreinsirinn er kröftugur hreinsivökvi og er náttúruleg upplausnargeta hans dregin úr berki sítrusávaxta. Sítrushreinsinn er meðal annars hægt að blanda saman við vatn og nota til hreinsunar og fitulosunar á heimilum, sameignum og iðnaðarbyggingum. Sítrushreinsirinn kemur í staðinn fyrir steinolíu- eða klórleysa eins og 1.1.1 – Trichloroethane.

Sítrushreinsirinn er hentugur til að fjarlægja alls kyns óhreinindi af teppum og bólstruðum húsgögnum, hörðum flötum og gólfi.

Hægt er að laga formúluna eftir því hvar efnið er notað t.d. í iðnaði, bifreiða- og verkfræðistarfsemi, en einnig á heimilum og sameignum þar sem upplausn þarf ekki að vera eins sterk og getur það því verið mjög hagstætt kostnaðarlega.

Sítrushreinsirinn er seldur í heildsölum sem hreinsir fyrir garðhúsgögn, grillhreinsir, olíublettahreinsir í innkeyrslum og sem almennur fituleysir.

Sítrushreinsir er náttúrulegt niðurbrotsefni.

Sítrushreinsirinn klýfur fljótt efni, þ.e.a.s. skilur að olíu og gerir það að verkum að hægt er að endurnota hreinsiupplausnina, og hann fjarlægir einnig olíu og önnur efni sem menga, á áhrifaríkan hátt.

Sítrushreinsir inniheldur háþróaða líffræðilega tækni þar sem kraftmikil upplausnargeta appelsínunnar gerir honum kleift að ‘flysja’ af og hreinsa með vatni flest öll óhreinindi, svo sem tyggigúmmí, tjöru o.m.fl.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Sítrushreinsir blandast vel við vatn og inniheldur náttúrulegar sítrusolíur.

Sítrushreinsir hefur,                          góðan náttúrulegan appelsínuilm,

kröftuga hreinsi- og upplausnargetu,

og hlutlaust pH gildi er um 8.0 – 9.0.

FJÖLBREYTILEIKI

Bio-Productions getur breytt formúlunni af Sítrushreinsinum og útvegað sérhannaða vöru ef nauðsyn krefur. ‘Ofurblöndur’ eða blöndur fyrir heimilisnotkun eru einnig fáanlegar.

Frekari upplýsingar um Sítrushreinsinn og aðrar vörur framleiddar af Bio-Productions Ltd er hægt að fá hjá Ensím ehf.

SÍTRUSHREINSIR

Sítrushreinsir – Kröftug alhliðahreinsiupplausn

Notist á alla fleti, teppi og efni sem hægt er að þvo:

T.d. flísar, ryðfrítt stál og hvers konar bólstrað efni.

Allt í einu efni. Hentugt til notkunar þar sem þjálfun starfsfólks er takmörkuð.

Sérlega tilvalið fyrir skóla, spítala, stofnanir og þar sem val á öruggari hreinsiefnum er mikilvægt.

Notist til að fjarlægja:

Tjöru, feiti, olíu, blek, tóner, kítti, lím, bón, fitu, vax, vaxliti, kennaratyggjó, varalit, tyggigúmmí, reykskemmdir, og jafnvel veggjakrot.

Hreinsar:

Í eldhúsinu; veggi, gólf, síur, eldavélar, ofna, vinnusvæði, grillgrindur og alla harða fleti.

Gerðir óhreininda: fita, olía, feiti, kolefni, vax, sót, reykskemmdir og almenn óhreinindi.

Í verslunum, á skrifstofum og opinberum byggingum; teppi, bólstruð húsgögn, plast, króm, keramik flísar, gólfdúk og málaða fleti.

Gerðir óhreininda: almenn óhreinindi, olía, feiti, nikótín, tyggigúmmí, för eftir skósóla, varalit, fingraför og vax.

Í íþrótta- og félagsmiðstöðvum; sturtur, keramik flísar og sundlaugar, þvottaherbergi, teppi, vinyl, marmara, króm, ryðfrítt stál, málaða fleti, garðhúsgögn, grill, og hoppkastala.

Gerðir óhreininda: líkamsfita og sviti, almenn óhreinindi, olía, feiti, nikótín, tyggigúmmí, för eftir skósóla, varalit, fingraför og vax.

Í bílum, vinnu- og verkstæðum; vélar, málaða fleti, hjólbarða, plast, króm, bólstruð húsgögn og teppi, vinyl, steypt gólf, málmtæki, alls konar tæki og tól, vinnubekki, almenn vinnusvæði, felgur, eldsneytis dælur, varahlutahreinsivélar, þrýstitæki, tanka, salerni, almennings svæði o.s.frv.

Gerðir óhreininda: óhreininda slóð, skordýr, almenn óhreinindi, olía, feiti, tjara, tyggigúmmí, hjólför, kolefni, límband, vax.

Á skipa- og bátastæðum; vélar, brúarsvæði, málaða fleti, málm, króm, ryðfrítt stál, plast, vinyl, teppi, bólstruð efni, bíla, skipskrokka, salerni, gúmmíbáta o.fl.

Gerðir óhreininda: tjara, almenn óhreinindi, olía, feiti, nikótín, tyggigúmmí, för eftir skósóla, kolefni, límband, vax, varalit, líkamsfita og sviti.

Auðvelt að nota í úðabrúsa, með moppum, burstum og svömpum, í vélhreinsa, þrýstidælur og annars konar hreinsibúnað.

Tekur af gólfbón og límkennd efni á öruggan hátt og án þess að eyðileggja gólfið.

Niðurbrjótanlegt            Lágfreyðandi             Hættulaus

APPELSÍNUILMUR                                               Ensím ehf.

FRESH ORANGE frá Bio-Productions Ltd.

LYKTAREYÐIR/ÓBLANDAÐ

Enn ein önnur náttúruleg appelsínuafurð úr CITRA CLEAN flokknum.

 

#        ÖFLUGUR OG ENDINGARGÓÐUR LYKTEYÐIR

#        MJÖG GÓÐUR OG HAGKVÆMUR ÚÐABRÚSI

#        FERSK LYKTIN ENDIST KLUKKUTÍMUM SAMAN

#        BÚINN TIL ÚR NÁTTÚRULEGUM NIÐURBROTS-EFNUM

#        LAUST VIÐ CFC

FRESH ORANGE er öflugur og óblandaður lyktareyðir.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN:

 

Hristið vel og úðið í stuttum lotum út í andrúmsloftið, venjulegast í herbergishorn, til að útrýma óþægilegustu ólyktinni, þ.á.m. tóbakslykt, táfýlulykt o.fl., eða úðið sparlega í glasamottu eða bjórmottu. Einnig er hægt að úða í teppi sem ‘lifna’ þá við með endingargóðum og þægilegum ilminum. Úðið FRESH ORANGE í klút eða bréfþurrku til að þerra símtólið; hendið þurrkunni síðan og ruslið ilmar einnig.

SVÆÐI TIL NOTKUNAR:

Í félagsmiðstöðvar, á gæsluheimili, bari og í klúbba, lagerherbergi í verksmiðjum o.fl. Virkar einnig vel í sorprennur, fötur, ganga og lyftur eða hvar þar sem lykt er lífseig.

VARÚÐ:

ÚÐIÐ EKKI nálægt mat, á bónaða fleti, plast eða fína dúka. Þurrkið af úða, sem umfram er, af harðri gólfklæðningu til að fyrirbyggja að gólfin verði hál.

Munið! FRESH ORANGE á ekki að nota til að fá hressandi andrúmsloft því hann er öflugur og óblandaður lyktareyðir, ekki lyktfrískandi.

Geymsla:

Loftþéttar umbúðir. Geymið ekki nálægt sólarljósi og notist ekki í hitastigi yfir 50oC. Gatið brúsann ekki eða brennið, jafnvel eftir notkun. Úðið ekki í eldsloga eða önnur logandi efni.

GREASE BUSTER frá Bio-Productions Ltd.

#        Djúphreinsandi froðuhreinsir

#        Fjarlægir almenn óhreinindi, olíu og fitu

#        Fjarlægir einnig bón

#        Hentugt á margs konar harða fleti, s.s. gler, keramik, flesta málma og plast.

#        Einnig hægt að nota með ‘úða á/þurrka af’ aðferðinni á málaða fleti

ATH! Of löng snerting efnisins við viðkvæma málma, eins og aluminum, getur valdið tæringu. Prófið efnið ávallt á litlu svæði fyrir notkun ef efnið er notað í fyrsta skipti á viðkomandi flöt.

FRESH ORANGE náttúrulegur appelsínuhreinsir úr CITRA CLEAN flokknum

Leiðbeiningar um notkun:

Hristist vel við notkun og úðið jafnt á yfirborðið sem á að þrífa. Létt úðun og afþurrkun dugar á flest öll óhreinindi. Ef óhreinindi eru mikil, t.d. fita eða olía, gæti þurft að úða vel á, efnið látið standa og svo bursta með góðum bursta og skolað. Notið ekki járnbursta.

VARÚÐ:

Loftþéttar umbúðir. Geymið ekki nálægt sólarljósi og notist ekki í hitastigi yfir 50oC. Gatið brúsann ekki eða brennið, jafnvel eftir notkun. Úðið ekki í eldsloga eða önnur logandi efni.