Tegund: Inniheldur hreinan lífrænan brennisteins uppleysir
Litur: Ljósrauður
Lykt: Hverfandi
pH-gildi: Minna en 1
Eldfimi: Ekki eldfimt
Eiturárif: Ætandi
Samsetning: Hreinsuð brennisteinssýra auk lífræns uppleysis
SIN: 1830
Merkingar: Ætandi
Skaðsemi: Veldur alvarlegum bruna

 

 

 Skyndihjálp

 

  1. Efnið kemst í snertingu við húð:

Húð og föt sem hafa komist í snertingu við efnið, á að hreinsa með miklu af volgu vatni eða boric upplausn. Eftir að svæðið hefur verið hreinsað skal fjarlæga þau föt sem hafa komist í snertingu við efnið. Haldið áfram að láta volgt vatn eða boric upplausn leika um húðina í a.m.k. 5 mínútur. Ef blöðrur myndast má setja sótthreinsaðan bakstur á svæðið og ef þörf krefur hafið samband við lækni.

 

  1. Efnið kemst í snertingu við augu:

Ef efnið kemst í snertingu við augu, getur viðbragðshraði ráðið úrslitum. Augnhreinsibúnaður ætti að vera til staðar við notkun. Mælt er með kranavatni eða augnhreinsi upplausn. Sjúklingurinn ætti að leggjast niður og höfði hans haldið. Haldið augnlokunum opnum og látið vatn streyma um augun í a.m.k. 15 mínútur. Hvetjið sjúklinginn til að velta augunum á meðan  þessu stendur. Sótthreinsaðan lepp eða sjúkraband ætti síðan að setja yfir augun.   Það skal alltaf leita til læknis ef sýra berst í augu.

 

  1. Efninu andað að sér:

Flytjið sjúklinginn í ferskt loft og leitið ráða læknis.

 

  1. Efnið drukkið:

Ef efnið er drukkið, hvort sem er í litlu magni eða miklu, er mjög mikilvægt að viðkomanda sé strax gefið mikið magn af vatni eða mjólk. Leitið strax læknishjálpar.

 

  1. Efnið hellist niður:

Ef efnið hellist niður í litlu magni skal láta vatn streyma um svæðið. Ef um mikið magn er að ræða setjið þá sand, mold eða sóda yfir svæðið og látið drekka í sig. Ekki skal nota sag eða önnur eldfim efni.

 

  1. Eldur í nálægt efni:

Notið þurrdufts- eða koltvísíringstæki til að slökkva eldinn. Notið ekki vatn.

 

  1. Áhrif á heilsu:

Grettir Sterki er eitraður ætandi vökvi.

Grettir Sterki getur valdið alvarlegum bruna allstaðar á líkamanum.

Grettir Sterki getur valdið alvarlegum skemmdum á augum, mögulega blindu.

 

  1. Geymsla efnisins:

Geymið þar sem börn ná ekki til. Snúið tappanum ávallt upp. Geymið á þurrum stað. Varast skal að gat komi á pakkningar.

 

  1. Meðhöndlun:

Geymið þar sem börn ná ekki til. Forðist að efnið berist í augu og húð. Bætið aldrei vatni við efnið nema þegar efnið berst á húð eða hellist niður í litlu magni. Þegar Grettir Sterka er hellt í vatn skal gæta ítrustu varúðar. Notið ekki Grettir Sterka í önnur efni. Lokið ávallt öryggislokinu.

 

  1. Urðun:

Hafið samband við bæjaryfirvöld.

 

 

VARÚÐ:

 

Látið efnið ekki berast á fullunnin yfirborð s.s. innréttingar eða málaða fleti.

Látið efnið ekki standa á postulíni, enameli, akrýl, gulli, áli eða krómuðu yfirborði.

Haldið höndum og andliti frá þegar verið er að nota efnið og tryggið fullnægjandi loftræstingu.

Blandið Grettir Sterka aldrei saman við önnur efni sem eru ætluð til stífluhreinsunar. Bætið aldrei vatni í flöskuna.

Notið aldrei “drullusokk” með Grettir Sterka.

Kreistið aldrei brúsann.

 

Þessi vara er aðeins seld með þeim skilningi að innflytjandinn, Ensím ehf, taki ekki á sig neina ábyrgð á tjóni, slysum eða tapi sem verður vegna beinnar eða óbeinnar notkunar efnisins, sem það er ekki ætlað til og mælt með af framleiðanda Grettis Sterka og innflytjanda Ensím ehf.  Einnig ef Grettir Sterki er ekki notaður nákvæmlega eftir leiðbeiningum eða tilsögn umboðsaðila, sem er gefin með vörunni.

 

Allar þessar upplýsingar eru byggðar á núverandi þekkingu og reynslu og er ætlað að lýsa vörunni í samræmi við lög og reglugerðir frá hollustuvernd og heilbrigðiseftirlit.