Hreinsiefni fyrir sjúkras

///Hreinsiefni fyrir sjúkras
  • Fyrir teppi og vefnað Hreinsar - Sótthreinsar - Lykteyðandi Alhliða hreinsun fyrir hjúkrunarheimili, spítala og aðrar stofanir.
  • Fem-vörnin kemur í duftformi og er kröftugt sótthreinsunarefni. Það hefur verið hannað til notkunar í ruslafötur á heilsugæslustöðvum og spítölum, í ílát fyrir læknabúnað og bleyjur o.s.frv. til að koma í veg fyrir að ólykt eða annars konar hættulegar bakteríur nái að sleppa út í andrúmsloftið. Fem-vörnin virkar vel á tvo vegu. Hún lætur loftið í ílátunum verða þyngra svo að hættulegir sýklar haldist í ílátinu þegar lokið er opnað. Fem-vörnin deyðir einnig hættulegar örverur sem gætu sloppið út úr ílátinu og valdið öndunarerfiðleikum og sýkingum. Regluleg notkun á Fem-vörninni dregur töluvert úr þeirri hættu.
  • PhorAid er öruggt og fljótvirkt efni sem inniheldur engin skaðleg aukaefni eins og ísóprópanol, glutaraldehyde eða klór. Þess vegna er hægt að nota hreinsuð svæði strax. PhorAid hreinsar, sótthreinsar og eyðir ólykt. Hentugt til notkunar á spítala, lögreglustöðvar, slökkvistöðvar, elliheimili, í fangelsi, líkhús, sjúkrabíla, skóla og á svæði þar sem mikil hætta er á smiti. Þar með talin eru sturtur, fótaböð, skiptiklefar, salerni, íþróttahús, líkamsræktarstöðvar o.fl.
  • Sanitaire er byltingarkennt sótthreinsandi, lykteyðandi hreinsiefni sem inniheldur engin eiturefni. Það er hentugt til notkunar á slysstöðum þar sem koma við sögu líkamsvökvar eins og blóð, æla,og þvag en einnig er það gott til að hreinsa upp mat og drykk sem hellst hefur niður. Sanitaire getur dregið í sig allt að 400 sinnum meiri vökva miðað við eigin þýngd og inniheldur kröftugt sótthreinsiefni sem virkar vel gegn loftháðum og óloftháðum örverum. Duftið er hvítt á lit og ilmar eilítið af blómailm og er sérstaklega gott fyrir neyðartilvik. Sanitaire geymist best við stofuhita í allt að tvö ár.
  • Einföld og fljótleg leið til að eyða ólykt s.s. þvaglykt, ólykt eftir uppköst, reykingar o.fl. Virkar vel við að lama eða gera vírusa óvirka s.s. HIV-veiruna, inflúensu, mislinga, herpes o.fl. Hlutfallslega hærri eyðing á bakteríum s.s. E.Coli o.fl. og upprætir meðal annars sveppi. Þar sem Sta-Kill hefur hlutlaust pH-gildi er hægt að nota efnið á ALLA yfirborðsfleti þ.á.m. teppi, vefnað, við, vinyl, málm, keramik og plast. Frábært efni til að forúða óhreina hluti áður en þeir eru þvegnir í vél eða höndum.