Afrafmagnarinn í þykknisformi

tapro Afrafmagnarinn fyrir teppi er vatnsleysanlegur og hannaður með það fyrir augum að draga úr myndun rafmagns sem verður til við núning. Efnið eykur einnig hæfileika teppaþráða til að leiða rafstraum þá einkum blandaða eða gerviþræði. Afrafmögnunin endist í um 6 mánuði eftir að teppi hefur verið meðhöndlað en þetta getur verið breytilegt vegna eftirfarandi þátta: Umferð á viðkomandi svæði, hvers konar loftræstikerfi er notað, áhrifin sem tvöfalt gler hefur og áhrif andrúmsloftsins.

Endurtakið aðferð ef þörf krefur.

Notkun:

Byrjið á því að ryksuga teppið vel eða hreinsa með því að nota teppahreinsiefnin frá Ensím ehf. Blandið 1:9 með vatni. Úðið blöndunni léttilega yfir teppið þar til rakt. Notið góðan úðabrúsa til verksins. Leyfið teppinu að þorna áður en gengið er á. 5 lítra blanda dugar á u.þ.b. 85-125 m2.

Varúð:
Forðist snertingu við húð eða augu.
Ef efni kemst í snertinu við augu skal tafarlaust hreinsa með vatni og leita læknis.
Geymist þar sem börn ná ekki til.

Shopping Cart
Scroll to Top