Clean & Safe hreinsisápan

Fyrir teppi og vefnað
Hreinsar – Sótthreinsar – Lykteyðandi
Alhliða hreinsun fyrir hjúkrunarheimili, spítala og aðrar stofanir.

Notkun:

Lágfreyðandi sápa fyrir teppi og vefnað. Til notkunar í úðabrúsa (fyrir neyðarhreinsun eða afþurrkun) eða teppahreinsivélar. Inniheldur quarternary ammoníum sölt sem drepur bakteríur og eyðir ólykt af líkamsvökvum, fitu eða mat.

Leiðbeiningar:
Þurrkið upp þar sem hellst hefur niður. Prófið á lítt sýnilegum stað hvort teppi eða vefnaður sé litekta.
Úðun og þurrkun: Blandið 20 ml. af sápu saman við volgt vatn í 500 ml. úðabrúsa. Úðið á óhreina svæðið og þurrkið þar til hreint. Endurtakið aðferð ef þörf krefur.
Blauthreinsivélar: Blandið 100 ml. af sápu í hverja 5 lítra af heitu vatni. Forúðið svæðið, sem hreinsa skal, þar til rakt. Hreinsið síðan með venjulegum hætti.
Fægivélar: Blandið 150 ml. í hverja 5 lítra af heitu vatni og úðið létt yfir svæði sem hreinsa skal. Dífið fægiburstanum í blönduna, vindið og burstið teppi. Endurtakið reglulega.
Snúningsvélar: Blandið 100 ml. í hverja 5 lítra af vatni og hreinsið síðan með venjulegum hætti.

Viðvörun:
Geymist þar sem börn ná ekki til. Forðist snertingu við húð eða augu. Ef efni berst í augu eða á húð skal tafarlaus hreinsa með vatni og leita læknis. Notið viðeigandi hlífðarhanska þegar efninu er blandað og þvegið er með höndum. Ef efni er tekið inn skal drekka mikið vatn og leita læknis. Framkallið ekki uppköst. Látið ekki gufa upp.

Shopping Cart
Scroll to Top