Eldvari Formúla Nr. 2

Fyrir öll gluggatjöld úr gerviefni og bólstruð efni þ.m.t. reion en ekki dralon; veggfóður gervimottur, teppi o.s.frv.

Notkun:

Hægt að nota í úðabrúsa, með bursta eða til að leggja í bleyti. Þegar vefnaður er dýfður í upplausn skal nota plast-, ál- eða ryðfríar stálumbúðir. Vefnað ætti að gegnbleyta eða bleyta jafnt yfir allt (úðun).

Upplausn:

Blandið 1 hluta af efni saman við 1 hluta af vatni (1:1).

Magn:

Magn fer eftir hversu fljótt vefnaður dregur efnið í sig. Venjulegur skammtur er um 5 lítrar á hverja 60 m2.

Varúð:

Forðist snertingu við húð og augu. Notið hlífðargleraugu ef úðabrúsi er notaður. Notið hanska ef séð er fram á langvarandi snertingu við efni eða ef sá sem framkvæmir aðgerð er með viðkvæma húð.

EnglishIcelandicPolish
;
Shopping Cart
Scroll to Top