Ensím salernishreinsir (Blu Away)

kr.1,850

Til að setja í efri tank ferðasalernisins til skolunar, einnig til að hreinsa úti- holu- og venjuleg salerni. Mjög áhrifaríkt gegn þvaglykt. Kemur í veg fyrir að þvagsýruskán safnist fyrir í þvagskálum, salernisskálum, á veggjum og gólfum. Má setja í salerniskassann og nota beint á óhreina fleti. Háþróuð, líffræðileg hreinsiaðferð til að draga úr þvagefnum og þvagsöltum sem hýsa lyktskapandi bakteríur. Með reglulegri hreinsun er hægt að uppræta þessi efni og viðhalda hreinna umhverfi án lyktar. Sótthreinsiefni, ætiefni og holræsahreinsar með sýru hindra líffræðilega virkni. Lausn náttúrunnar á mengun af mannavöldum.

Öryggisskjal

Umbúðir: 1 l, 5 l, 20 l, 23 l.

Shopping Cart
Scroll to Top