Fjörugrös (Irish moss) 30 gr.

kr.450

Fellir ýmis prótein og annað þegar verið er að meskja (brugga). 30 gr. í pokar
Setjið um tsk (5-10 gr) í 20 – 25 ltr.  leginum 5 mín áður en slökt er á brugg tækinu

Flokkur:

Smá fróðleikur

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að hann finnist við Kyrrahaf, við strendur Kaliforníu og á fáeinum stöðum í Japan. Hér á landi vex hann sunnan og suðvestan til og eru það nyrðri mörk útbreiðslu hans.Fjörugrös eru víða nýtt. Úr þeim er meðal annars unnnið efni sem kallast karragenan (e. carrageen) og notað er í matvælaiðnaði, meðal annars sem hleypiefni í mjólkurdrykkjum svo sem mjólkurhristingi. Karragenan er líka notað í ýmiskonar aðra drykki þar með talið í víngerð. Í unnum matvælum telst efnið til svokallaðra E-efni og hefur númerið E407.

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus).

Fjörugrös eru afar holl. Þau eru rík af prótíni, A og B1 vítamíni og joði en innihalda líka snefilefni á borð við kalín, magnesín, járn og fosfór.Íslendingar hafa frá landnámi nýtt fjörugrös til átu, þó mjög hafi dregið úr nýtingu þeirra á undanförnum áratugum. Fjörugrös voru oftast notuð til grauta. Þau voru lögð í bleyti og síðan söxuð og soðin í mjólk ásamt mjöli eða bygggrjónum en rjómi hafður út á grautinn. Fjörugrös þóttu ekki merkilegur matur og mun lakari en söl og því oftast tengd við mat fátækra.Fjörugrös eru seld hér á landi sem heilsukrydd og má finna upplýsingar um það á Netinu. Höfundi er ekki kunnugt um hvort þau eru seld undir öðrum formerkjum

Fjörugrös eru rauðþörungar, 5 til 20 cm há. Upp af festuflögu, sem festir þau við klappir og stóra steina, vex flatur stilkur sem breiðist út í blævængslaga plöntu. Fjörugrösin eru kvíslgreind með sléttum greinum sem eru 0,5 til 1 cm á breidd og eru greinarendarnir oftast bogadregnir. Þau eru dökkrauð, oft næstum svört á lit, sérstaklega neðri hluti plöntunnar. Þar sem þau vaxa í mikilli birtu verða efri hlutar plöntunnar gulleitir eða grænleitir.

Útlit og stærð fjörugrasa er talsvert breytilegt eftir því hversu brimasöm fjaran er þar sem þau vaxa. Í brimasömum fjörum vaxa þau stundum mjög þétt, eru lágvaxin og mynda þekju sem líkist grófri mosaþekju. Stundum slær af þeim ljósbláum bjarma sem stafar af ljósbroti í greinunum. Talið er að fjörugrös geti orðið að minnsta kosti 6 ára gömul. Hugsanlegt er að festurnar séu enn eldri en nýjar plöntur geta vaxið aftur og aftur upp af sömu festunni.

Önnur tegund rauðþörunga, sjóarkræða, getur líkst fjörugrösunum en hana má greina frá fjörugrösum á því að greinar hennar eru rennulaga.
Fjörugrös (Chondrus crispus)
Fjörugrös eru náttúrulegt, afar hollt hráefni úr hafinu. Þau eru mjög rík af próteini, A-vítamíni og joði, sem er nauðsynlegt fyrir skjaldkirtilinn. Þau innihalda einnig sykur, sterkju, B1 vítamín, járn, sóda, fosfór, magnesíum, kopar, kalsíum, köfnunarefni, bróm, kalíum, klór, brennistein, bór, alúmíníum og snefilefni.

Frá landnámi nýttu Íslendingar nokkrar tegundir af þara til átu. Neyslan var mest bundin við hallæri og hungursneyð. Tvær tegundir voru þó nýttar utan hallæris, söl og fjörugrös. Aðeins neysla á sölvum hefur haldist fram á okkar tíma. Fjörugrös voru mikið nýtt hér á landi. Líklegt er talið að notkun fjörugrasa og sölva hafi borist hingað með keltneskum formæðrum okkar. Fjörugrös eru þekkt neysluvara víða erlendis og er þeim m.a. safnað enn í dag á Írlandi. Þar var uppgötvað fyrir hundruðum ára að hægt var að matreiða ljúffengan búðing úr hnefafylli af fjörugrösum, sem soðin voru í mjólk með bragðefni.

Þegar fjörugrös eru soðin myndast í soðinu sterkt náttúrulegt hleypiefni carrageenan, sem er mikið notað í matvælaiðnaði.

Fjörugrös voru áður fyrri helst notuð í grauta hér á landi. Þau voru lögð í bleyti og síðan söxuð og soðin gjarnan í mjólk og mjöl eða bygggrjón höfð með þeim og rjómi hafður út á grautinn. Fjörugrasagrautur var stundum látinn kólna og hljóp þá í hellu, sem var sýrð.

Þyngd 0.1 kg
Shopping Cart
Scroll to Top