Joðófórhreinsir 1 l

kr.2,150

Notaðar eru eingöngu endurvinnanlegar umbúðir undir vöruna.

Eiginleikar: GLÝSERÍN-JOÐÓFÓR er alhliða gerildeyðandi efni til notkunar og hreinsunar í matvælaiðnaði.
Til þvotta og sótthreinsunar á áhöldum notuðum í þeim iðnaði.
Notkun: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni.
Þvoið áhöld og þurrkið með hreinum klút/pappírsþurrku áður.
Tæringarhætta: GLÝSERÍN-JOÐÓFÓR getur tært ál (og aðra mjúka málma).
Meðhöndlun: Sýnið aðgæslu og notið öryggishlífar (sbr. öryggisleiðbeiningar).
Geymsla: GLÝSERÍN-JOÐÓFÓR geymist í a.m.k. tvö ár frá framleiðsludegi sé hann í upprunalegu umbúðunum, lokuðum og við 5-20°C.
Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar við 20°C: Ástand og útlit: Raubrúnn vökvi.. pH: ~1, en ~4 í 0,3% notkunarlausn. Eðlisþyngd: 1060 ± 10 kg/m3.
Upplýsingar um innihald: Vatn, ójónísk yfirborðsvirk efni, glýsról, sorbitól, fosfórsýra og joð.

Varnaðarmerki: Ekkert.
Hættumerking: Engin.
Varúðarmerking: Geymist þar sem börn ná ekki til.

ÖRYGGISLEIÐBEININGAR

Ekki til á lager

Shopping Cart
Scroll to Top