
Sítrus Súper gólfhreinsigel
SUPER ORANGE GEL
SÍTRUS SÚPER GEL er gólf og yfirborðshreinsiefni. Inniheldur náttúruleg vaxefni sem þétta, verja og gefa fletinum hálfgljáandi áferð. Létt pússun gefur meiri gljáa og í hvert skipti sem Orange gel er notað til hreinsunar á viðkomandi fleti, eykst gljáinn.
Sítrus súper gel er lágfreyðandi og þess vegna hentugt þvottaefni bæði til moppunar og í skúringarvélar. Frábær hreinsivirkni án óhóflegs sápulöðurs, vinnur hratt og er auðvelt í notkun.
Sítrus súper gel hefur alls engin ryð eða tæringaráhrif á vélar og tæki. Mælt er með að nota Sítrus súper gel á öll gömul og illa farin gólf og mjúka gólffleti, en ekki er mælt með notkun á náttúrulegan kork.
Umbúðir: 5 l.
NOTKUN:
1. TIL ALMENNS VIÐHALDS
2. TIL LÉTTRAR HREINGERNINGAR
3. TIL AÐ LEYSA FITU AF MÁLMFLÖTUM OG FLÍSUM
4. Í GÓLFÞVOTTAVÉLAR