SKILMÁLAR
Örugg vefverslun
Það er 100% öruggt að versla á www.vinkjallarinn.is. Notast er við fullkomnustu veflykla í samvinnu við Dalpay. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi. Sá sem verslar í því umhverfi er 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega öruggar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða fyrir vörur með Vísa og Mastercard. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir www.vinkjallarinn.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Einnig má millifærra beint inn á heimabanka.
Ensím ehf. 0322-26-19999 Kt.601294-2229.
Ensím ehf. á og rekur lénin www.vinkjallarinn.is www.bjorkjallarinn.is www.brugg.is og www.ensim.is.
Póstsending
Íslandspóstur dreifir öllum vörum fyrir Ensím ehf. (www.vinkjallarinn.is). Þetta þýðir að kaupandi fær vöruna sent á næsta pósthús. Hjá okkur er landið allt eitt gjaldsvæði, gjaldskráin ákveðin af Ensím ehf. í samvinnu við Íslandspóst og getur breyst án fyrirvara. (gjaldskrá janúar 2015)
Rúmmálsþyngd
Verð miðast við rúmmálsþyngd þegar hún er meiri en raunþyngd sendingar.Til að finna út rúmmálsþyngd sendingar er notuð eftirfarandi reikniregla:
Lengd x breidd x hæð/3.000 = rúmmálsþyngd.
Dæmi: sending sem er 17 kg., 100 cm á lengd, 40 cm
á breidd og 30 cm á hæð (100 x 40 x 30 / 3000 = 40 kg.
Athugaðu þegar þú verslar fleiri en eina vöru er betra og hagkvæmara að setja allt í sömu körfuna svo að þú þurfir ekki að borga margfaldan sendingarkostnað
Skilaréttur og ábyrgð
Hægt er að fá endurgreiðslu á vörum sem keyptar eru á www.vinkjallarinn.is sé þeim skilað óskemmdum innan 15 daga frá kaupum. Ef vara er gölluð eða skemmd er hægt að skila henni og fá nýja í staðinn gegn framvísun reiknings eða kortakvittun. Ef varan er gölluð borgar Ensím ehf. sendingarkostnaðinn
sem fellur til við skil á vöru og sendingu nýrrar vöru, en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda.
Allar nánari upplýsingar um endursendingar eru veittar í síma 564 4299 en einnig má senda tölvupóst á ensim[hjá]ensim.is.
Annað
Allar upplýsingar, sem viðskiptavinur gefur upp við pöntun á vörum frá Ensím ehf. eru trúnaðarmál.
Tekið skal fram að, vörur kunna að vera uppseldar, það kann því að koma upp sú staða að ekki verður hægt að afgreiða vöruna og verður þá varan endurgreidd að fullu eða viðskiptavinur getur beðið eftir að vara kemur aftur í verslun.
Við biðjum aðeins um þær upplýsingar sem við nauðsynlega þurfum til þess að geta afgreitt pantanir og geymum ekki kortanúmer á vefþjónum eða annars staðar. Engar persónuupplýsingar eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila. 100% trúnaði er heitið. Ensím ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðum í vörulista okkar án fyrirvara. www.vinkjallarinn.is er netverslun sem rekin er af:
Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar sem skilgreindir eru í neytendalögum.
Þá skilmála er m.a. að finna í:
Lög um neytendakaup nr. 48/2003
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000
Skilmálar þessir geta breyst án fyrirvara.
Ensím ehf.
Suðurhrauni 2b
210 Garðabæ.