Skilmálar
SKILMÁLAR
Örugg vefverslun
Það er 100% öruggt að versla á www.vinkjallarinn.is. Notast er við fullkomnustu veflykla í samvinnu við Dalpay. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi. Sá sem verslar í því umhverfi er 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega öruggar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða fyrir vörur með Vísa og Mastercard. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir www.vinkjallarinn.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Einnig má millifærra beint inn á heimabanka.
Ensím ehf. 0322-26-19999 Kt.601294-2229.
Ensím ehf. á og rekur lénin www.vinkjallarinn.is www.bjorkjallarinn.is www.brugg.is og www.ensim.is.
Póstsending
Íslandspóstur dreifir öllum vörum fyrir Ensím ehf. (www.vinkjallarinn.is). Þetta þýðir að kaupandi fær vöruna sent á næsta pósthús. Hjá okkur er landið allt eitt gjaldsvæði, gjaldskráin ákveðin af Ensím ehf. í samvinnu við Íslandspóst og getur breyst án fyrirvara. (gjaldskrá janúar 2015)
Rúmmálsþyngd
Verð miðast við rúmmálsþyngd þegar hún er meiri en raunþyngd sendingar.Til að finna út rúmmálsþyngd sendingar er notuð eftirfarandi reikniregla:
Lengd x breidd x hæð/3.000 = rúmmálsþyngd.
Dæmi: sending sem er 17 kg., 100 cm á lengd, 40 cm
á breidd og 30 cm á hæð (100 x 40 x 30 / 3000 = 40 kg.
Athugaðu þegar þú verslar fleiri en eina vöru er betra og hagkvæmara að setja allt í sömu körfuna svo að þú þurfir ekki að borga margfaldan sendingarkostnað
Skilaréttur og ábyrgð
Hægt er að fá endurgreiðslu á vörum sem keyptar eru á www.vinkjallarinn.is sé þeim skilað óskemmdum innan 15 daga frá kaupum. Ef vara er gölluð eða skemmd er hægt að skila henni og fá nýja í staðinn gegn framvísun reiknings eða kortakvittun. Ef varan er gölluð borgar Ensím ehf. sendingarkostnaðinn
sem fellur til við skil á vöru og sendingu nýrrar vöru, en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda.
Allar nánari upplýsingar um endursendingar eru veittar í síma 564 4299 en einnig má senda tölvupóst á ensim[hjá]ensim.is.
Annað
Allar upplýsingar, sem viðskiptavinur gefur upp við pöntun á vörum frá Ensím ehf. eru trúnaðarmál.
Tekið skal fram að, vörur kunna að vera uppseldar, það kann því að koma upp sú staða að ekki verður hægt að afgreiða vöruna og verður þá varan endurgreidd að fullu eða viðskiptavinur getur beðið eftir að vara kemur aftur í verslun.
Við biðjum aðeins um þær upplýsingar sem við nauðsynlega þurfum til þess að geta afgreitt pantanir og geymum ekki kortanúmer á vefþjónum eða annars staðar. Engar persónuupplýsingar eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila. 100% trúnaði er heitið. Ensím ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðum í vörulista okkar án fyrirvara. www.vinkjallarinn.is er netverslun sem rekin er af:
Skilmálar þessir geta breyst án fyrirvara.
Ensím ehf.
Suðurhrauni 2b
210 Garðabæ.
1. Tæki og efni, á samningi þessum ásamt fylgihlutum hefur Ensím Ehf (Vínkjallarinn/Bjórkjallarinn), hér eftir nefndur leigusali, afhent leigutaka í fullkomnu lagi, sem leigutaki hefur kynnt sér. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð hins leigða og staðfestir að hann hefur kunnáttu til notkunar hins leigða. Leigutaki skal sjá um allan rekstur tækisins/áhaldsins á meðan hann hefur það á leigu, hreinsiefni, þrif o.fl. Leigusali bendir sérstaklega á að nauðsynlegt er að tæma vatn af tækjum til að forðast myglu og aðrar skemmdir.
2. Leigutaki er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á tækinu/áhöldum og fylgihlutum þess vegna ógætilegrar og/eða rangrar notkunar. Ef upp kemur bilun í hinu leigða skal leigutaki tilkynna slíkt leigusala þegar í stað.
3. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef tæki tapast eða því er stolið úr vörslu hans. Ber leigutaka að greiða að fullu andvirði tækisins, auk leigu til þess tíma að uppgjör hefur farið fram.
4. Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á tækjum/áhöldum er hann leigir út. Sama gildir um vinnustöðvun eða annað beint eða óbeint tjón sem orsakast kann vegna bilunar eða tjóns á útleigðum tækjum/áhöldum.
5. Leigugjald reiknast frá þeim tíma að tækið/áhöldin er(u) afhent þar til því er skilað til leigusala. Leigugjald er þó ávalt reiknað í heilum dögum.
6. Ef um langtímaleigu er að ræða, getur leigusali krafist leigu vikulega samkvæmt reikningi. Ef reikningur er ekki greiddur 15 dögum eftir útgáfu hans reiknast lögleyfðir dráttarvextir eins og þeir eru tilkynntir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands, allt í samræmi við viðskiptaskilmála leigusala á hverjum tíma.
7. Leigutaki samþykkir gjaldskrá leigusala. Leiga getur breyst samkvæmt gjaldskrá leigusala á útleigutímabilinu. Leigusali áskilur sér rétt til að reikna leigu samkvæmt nýrri gjaldskrá er hún hefur tekið gildi.
8. Leigutaka er óheimilt lána eða framleigja þau tæki/áhöld er hann hefur á leigu.
9. Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi tækis.
10. Leigusali áskilur sér rétt til að skoða ástand tækisins/áhalds á leigutíma.
11. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða brýtur í bága við leigusamning þennan, getur leigusali sótt hið leigða til leigutaka, en er það ekki skylt. Allur kostnaður því samfara er á ábyrgð leigutaka.
12. Tæki/áhöld eru ekki leigð út nema greiðslukort og kortanúmer liggi fyrir sem trygging. Ekki er tekið við plús kortum.
13. Ef tjón verður á útleigðu tæki/áhaldi þá hefur leigusali leyfi til að rukka allt að 80% af verði tækisins af greiðslukorti leigutakans á meðan verið er að yfirfara tækið og ef skaðinn reynist minni en áætlað var, þá mun leigusali einungis rukka fyrir skemmdinni og endurgreiða mismuninn. Sé tæki/áhald dæmt ónýtt, þá ber leigutaka að greiða 20% sem vantar upp á og verður leigutaka sendur reikningur fyrir því. Ef reikningur er ekki greiddur 15 dögum eftir útgáfu hans reiknast lögleyfðir dráttarvextir eins og þeir eru tilkynntir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands, allt í samræmi við viðskiptaskilmála leigusala á hverjum tíma.
14. Leigusala er heimilt að skuldfæra á kort leigutaka þá upphæð sem leigutaki skrifar út fyrir leigu og/eða ef tæki/áhaldi er ekki skilað, sama á við um þrifgjald.
15. Leigutaka er skylt að skila hinu leigða eingöngu til starfsmanna leigusala. Telst hinu leigða ekki hafa verð skilað nema leigutaki hafi látið starfsmann leigusala kvitta fyrir móttöku hins leigða. Allt annað er á ábyrgð leigutaka og ber hann persónulega ábyrgð á því að hinu leigða sé skilað samkvæmt þessu. Hið leigða skal vera þrifið, og tilbúið til notkunar fyrir næsta leigutaka. Sé hinu leigða ekki skilað í sama ástandi og það var leigt út (sé gefið að ekki sé verið að tala um skemmdir, ef svo, þá gildir ákvæði 13 í þessum samningi), á leigusali rétt á að nýta sér ákvæði 14 í þessum samningi til að hafa fyrir þeim kostnaði sem þarf að leggja út fyrir til að koma hinu leigða í leiguhæft ástand, t.d. ef þrifum er ábótavant.
16. Leigusali ber engan kostnað af flutningi tækis/áhöldum. Leigutaki ber allan kostnað vegna flutninga á tæki/áhöldum.
17. Ef tæki er ekki skilað á réttum tíma samkvæmt leigusamningi, þá hefur leigusali leyfi til að rukka samkvæmt gjaldskrá og hefur leigusali leyfi til að innheimta það af greiðslukorti leigutaka.
Ensím Ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara. Gerðir samningar verða þó ávalt virtir.
Leiga á tækjum;
Dagurinn kostar: 2500 kr.- (nema annað komi fram).
Vanskilagjald (sé tæki ekki skilað á réttum tíma): 3500 kr.- á dag
Þrifgjald: 3000 kr.-
Tjónagjald: 80% af heildar virði tækis. (leggst á ef tæki kemur skemmt til baka).
Þjónustugjöld;
Pökkunar gjald; 2500 kr.- klst
Almenn þjónusta (svo sem, sér smíði, lagfæringar og s.frv.); 2500 kr.- klst
Mala korn; 50 kr.- per Kg.
Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar sem skilgreindir eru í neytendalögum.
Þá skilmála er m.a. að finna í:
Lög um neytendakaup nr. 48/2003
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000